Skip to main content

Kynferðislegt ofbeldi - forvarnir og fræðsla

Kynferðislegt ofbeldi - forvarnir og fræðsla - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. október 2019 14:00 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skriða fyrirlestrarsalur

Nánar 
Skráning er á málþingið

Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, boðar til opins málþings um forvarnir og fræðslu varðandi kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni.

Lykilfyrirlesari er Dr. Emma Renold, prófessor í bernskufræðum (e. childhood studies) við Cardiff-háskóla í Wales. Renold hefur unnið að rannsóknum um forvarnir og fræðslu og hefur sérstaklega beint sjónum sínum að málefnum sem varða kyn, kynvitund, kynhneigð og kynferðislega tjáningu. Hún er hugmyndasmiður verkefnisins Primary agenda sem er verkfærakista fyrir kennara og aðra sem starfa með börnum til að vinna með tilfinningar, vináttu, sambönd, líkamsvirðingu, samþykki, kyn, kynvitund og réttindi.

Málþingið er liður í stefnumótun nefndar á vegum stjórnvalda sem er falið að móta stefnu í fræðslu- og forvarnarmálum. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fræðasamfélagið, frjáls félagasamtök og aðra sem hafa sérþekkingu á þessum málaflokki. Í stefnumótuninni verður sérstaklega horft til þess að beina fræðslu og forvörnum að börnum og ungmennum.

Fundarstjóri verður Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og formaður nefndar um mótun forvarnarstefnu.

Erindi Emmu Renold og umræður um það verða á ensku en í framhaldinu verða erindi og pallborðsumræður á íslensku. 

  • 14.00 Opnunarávarp
  • 14.10 Dr. Emma Renold, prófessor í bernskufræðum við Háskólann í Cardiff: „Re-assembling the rules: co-creating relationships and sexuality education“ (á ensku)
  • 15.00 Kaffihlé
  • 15.20 Erindi (á íslensku)
    • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur: „Mér finnst það bara verða grófara og grófara“ Ungt fólk, klám og samskipti
    • Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú: „Margþætt mismunun fatlaðra barna og ungmenna: forvarnir gegn ofbeldi“
    • Anna María Gunnarsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands: „Frá sjónarhóli kennara“
    • Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð Heilsugæslunnar: „Frá sjónarhóli skólahjúkrunarfræðinga“
  • 16.30 Pallborðsumræður
  • 17.00 Léttar veitingar

Fólk sem starfar með börnum og ungmennum er sérstaklega hvatt til að mæta og taka þátt í stefnumótuninni.

Lykilfyrirlesari er Dr. Emma Renold, prófessor í bernskufræðum (e. childhood studies) við Cardiff-háskóla í Wales. Renold hefur unnið að rannsóknum um forvarnir og fræðslu og hefur sérstaklega beint sjónum sínum að málefnum sem varða kyn, kynvitund, kynhneigð og kynferðislega tjáningu. Hún er hugmyndasmiður verkefnisins Primary agenda sem er verkfærakista fyrir kennara og aðra sem starfa með börnum til að vinna með tilfinningar, vináttu, sambönd, líkamsvirðingu, samþykki, kyn, kynvitund og réttindi.

Opið málþing um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni