Kvöldstund með feðraveldinu | Háskóli Íslands Skip to main content

Kvöldstund með feðraveldinu

Hvenær 
18. október 2017 20:00 til 21:30
Hvar 

KEX hostel (Gym & Tonic)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvað er þetta feðraveldi sem alltaf er verið að tala um? Eða sem mætti kannski tala meira um? Er það til í alvörunni, eða bara sleipt og óáþreifanlegt? Hvar birtist það, hverjum þjónar það, og hvernig er hægt að eiga við það?

Til að ræða það fáum við þau Brynhildi H. Ómarsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, Gyðu Margréti Pétursdóttur, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, Hjálmar G. Sigmarsson, kynjafræðing, aktívista og ráðgjafa hjá Stígamótum, og Svandísi Önnu Sigurðardóttur, kynja- og hinseginfræðing og verkefnastjóra á Mannréttinadaskrifstofu Reykjavíkur.

Umræðum stýrir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ.

TÁKNMÁLSTÚLKUN – Gestum á Jafnréttisdögum sem óska eftir táknmálstúlkun á tiltekna viðburði er bent á að senda tölvupóst á msteph@hi.is með eins góðum fyrirvara og kostur er.

Markmið Jafnréttisdaga er að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.

Netspjall