Kvikmyndasýning: Paywall: The Business of Scholarship | Háskóli Íslands Skip to main content

Kvikmyndasýning: Paywall: The Business of Scholarship

Paywall: The Business of Scholarship
Hvenær 
11. október 2018 14:00 til 16:00
Hvar 

Lögberg

L 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Háskóli Íslands standa sameiginlega að sýningu á heimildarmyndinni Paywall: The Business of Scholarship fimmtudaginn 11. október næstkomandi. Sýningin verður í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 14.00.

Höfundur og framleiðandi myndarinnar, Jason Schmitt, verður viðstaddur og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni.

Jason Schmitt er deildarstjóri „Communication & Media“ og dósent við Clarkson háskóla í New York fylki. Hann hefur kynnt rannsóknir sínar á fræðiritaútgáfu hjá virtum háskólum í Bandaríkjunum og Evrópu og tekið þátt í ráðstefnum og málþingum um efnið.

Myndin Paywall: The Business of Scholarship var frumsýnd í byrjun september og hefur verið sýnd í háskólum víða um heim auk þess sem hún er hluti af viðburðum tengdum viku opins aðgangs hjá fjölmörgum háskólum og rannsóknastofnunum um heim allan.

https://paywallthemovie.com/

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Háskóli Íslands standa sameiginlega að sýningu á heimildarmyndinni Paywall: The Business of Scholarship fimmtudaginn 11. október næstkomandi. Sýningin verður í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 14.00.

Kvikmyndasýning: Paywall: The Business of Scholarship