Skip to main content

Kosningar og breytingar í íslenskum stjórnmálum eftir bankahrun - Bókarkynning og málstofa

Kosningar og breytingar í íslenskum stjórnmálum eftir bankahrun - Bókarkynning og málstofa - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. september 2021 16:00 til 17:30
Hvar 

Lögberg

L-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Íslenska kosningarannsóknin og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir kynningu og umræðum um bókina Electoral Politics in Crisis After the Great Recession - Change, Fluctuations and Stability in Iceland, sem er nýkomin út hjá Routledge.

Höfundar eru Eva H. Önnudóttir prófessor, Agnar Freyr Helgason dósent, Ólafur Þ. Harðarson prófessor og Hulda Þórisdóttir dósent, öll við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Fyrirlesari verður Eva H. Önnudóttir prófessor og álit gefa Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og Sjöfn Vilhelmsdóttir forstöðumaður hjá GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. 

Í bókinni er fjallað um breytingar sem orðið hafa á íslenskum stjórnmálum í kjölfar bankahrunsins 2008 - um íslenska flokka, kosningar, stjórnmálahegðun o.fl. Eva H. Önnudóttir kynnir bókina en álit gefa þau Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Sjöfn Vilhelmsdóttir forstöðumaður hjá GRÓ. Fundarstjóri verður Bogi Ágústsson fréttamaður og bókarhöfundar taka öll þátt í umræðum.

Viðburður verður í streymi á Panopto

Bókin er væntanleg í Bóksölu stúdenta en hana má einnig panta hjá Routledge eða Amazon og hana má ennfremur nálgast í opnum aðgangi hér á vef Routledge

 Aðgangur ókeypis. Öll velkomin.

Electoral Politics in Crisis After the Great Recession - Change, Fluctuations and Stability in Iceland

Kosningar og breytingar í íslenskum stjórnmálum eftir bankahrun - Bókarkynning og málstofa