Skip to main content

Konur og heilbrigði

Konur og heilbrigði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. október 2017 14:00 til 15:30
Hvar 

Fyrirlestrasalur Íslenskrar erfðagreiningar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Íslensk erfðagreining stendur fyrir opnum fræðslufundi í tilefni aldarafmælis Bandalags kvenna í Reykjavík laugardaginn 14. október 14.00-15.30. Fundurinn fer fram í fyrirlestrarsal fyrirtækisins og yfirskrift hans er Konur og heilbrigði.

Erindi flytja:
Erla Dóris Halldórsdóttir, hjúkrunar- og sagnfræðingur: Fæðingarhjálp og heilbrigði kvenna.
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands: Ögurstundir heilsufars
Þórunn Rafnar erfðafræðingur: Erfðir brjóstakrabbameins
Kári Stefánsson, læknir, prófessor og erfðafræðingur: Aldur móður og auðna barna

Á opnum fræðslufundum Íslenskrar erfðagreiningar er fjallað um rannsóknir á starfsemi líkama mannsins og eðli og erfðum ýmissa sjúkdóma. Fundirnir eru að jafnaði haldnir í samráði við samtök áhugafólks og sjúklinga og læknar og erfðafræðingar skýra frá helstu niðurstöðum og hugsanlegri hagnýtingu þeirra til lækninga og fyrirbyggjandi aðgerða.

Á opnum fræðslufundum Íslenskrar erfðagreiningar er fjallað um rannsóknir á starfsemi líkama mannsins og eðli og erfðum ýmissa sjúkdóma.