Skip to main content

Kínversk alþýðumenning

Kínversk alþýðumenning - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. febrúar 2020 17:30 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Long teng hu yue (龙腾虎跃) er kínverskt orðatiltæki sem merkir „svífandi dreki og stökkvandi tígur“. En hvernig tengist orðatiltækið daglegu lífi fólks í Kína? Bæði drekinn og tígurinn hafa djúpstæða merkingu í kínverskri menningu. Í fyrirlestrinum mun Huimin Qi skýra frá orðatiltækinu út frá kínverskri alþýðumenningu.

Huimin Qi er með doktorsgráðu í tónlistarfræði og hefur starfað sem kínverskur forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar síðastliðin fjögur ár. Rannsóknarsvið hennar er kínversk þjóðlagatónlist og hefur hún skrifað fjórar bækur og fjölda greina. Á Íslandi hefur hún m.a. fengist við rannsóknir á kirkjutónlist.

Allir velkomir í Veröld stofu 007, fim. 13.feb kl.17:30.

Huimin Qi.

Kínversk alþýðumenning