Skip to main content

Kennsluþróunarráðstefna Háskóla Íslands

Kennsluþróunarráðstefna Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. október 2017 9:30 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Skráning

Föstudaginn 13. október 2017, kl. 9:30-16:30 verður Kennsluþróunarráðstefna Háskóla Íslands haldin. Ráðstefnan er haldin á vegum kennslusviðs Háskóla Íslands og er ætlað að skapa vettvang þar sem þátttakendur deila reynslu, rannsóknum og kennsluþróunarverkefnum á sviði náms og kennslu á háskólastigi.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Dr. Denise Chalmers, prófessor emeritus við háskólann í Vestur-Ástralíu. Denise Chalmers hefur verið áhrifamikil á sviði kennsluþróunar í háskólum og hlaut m.a. OLT National Senior Teaching Fellowship árið 2015 fyrir störf sín við gerð viðmiða um gæðakennslu, The Australian Teaching Criteria and Standards Framework.
Í framhaldi af upphafserindum verða málstofur um háskólakennslu.

Ráðstefnan er tekin upp og henni streymt. Nánari upplýsingar (um dagskrá, málstofur og streymi) og skráning eru á heimasíðu ráðstefnunnar: https://kemst7.wixsite.com/radstefna2017 og á heimasíðu Kennslumiðstöðvar.

Ráðstefnan er öllum opin.

Hér vantar að setja inn myndatexta í Uglu