Skip to main content

Kennsludagur HVS

Kennsludagur HVS - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. desember 2018 13:00 til 14:40
Hvar 

Læknagarður

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Árlegur kennsludagur Heilbrigðisvísindasviðs verður haldinn fimmtudaginn 13.des. kl. 13:00-14:40 í stofu 201 í Læknagarði.

Að þessu sinni verður kennsludagurinn tileinkaður rafrænum kennsluháttum. Flutt verða tvö erindi en einnig er opið fyrir umræður og fyrirspurnir.

Páll Ásgeir Torfason, deildarstjóri rafrænna kennsluhátta á skrifstofu Kennslusviðs HÍ, mun fjalla um uppbyggingu og gagnsemi námsumsjónarkerfa, bæði fyrir kennara og stjórnsýslu, en HÍ er einmitt í útboðsferli vegna vals á námsumsjónarkerfi sem mun taka við að hluta af UGLU. Páll Ásgeir mun einnig segja frá hinum ýmsu leiðum sem hægt er að fara í rafrænni kennslu og mun erindi hans án efa verða mjög fróðlegt.

Guðmundur Hafsteinn Viðarsson, verkefnisstjóri á prófaskrifstofu Kennslusviðs, mun fjalla um þá möguleika sem prófakerfið INSPERA gefur okkur við prófahald. INSPERA var valið fyrir HÍ til að einfalda prófatöku nemenda og alla úrvinnslu, ekki síst þegar um stóra hópa er að ræða.

Mörg þessara kerfa veita tölfræðilegar upplýsingar sem eru einnig gagnlegar stjórnsýslu og rannsakendum um málefni nemenda.

Fundurinn verður án efa fróðlegur og skemmtilegur!

Verið velkomin!

Engin skráning nauðsynleg.

Kennsludagur Heilbrigðisvísindasviðs fer fram fimmtudaginn 13. desember nk.

Kennsludagur HVS