Jólakennslukaffi í Kennslumiðstöð - Terry Adrian Gunnell ræðir um kennsluna sína | Háskóli Íslands Skip to main content

Jólakennslukaffi í Kennslumiðstöð - Terry Adrian Gunnell ræðir um kennsluna sína

Hvenær 
13. desember 2018 15:00 til 16:00
Hvar 

Kennslumiðstöð, Aragötu 9

Nánar 
Skráning

Stund: fim. 13. des. kl. 15:00-16:00
Staður: Kennslumiðstöð HÍ, Aragötu 9

Skráning er á heimasíðu Kennslumiðstöðvar

Terry Adrian Gunnell, prófessor við Félgsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, er handhafi viðurkenningar Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til kennslu 2018. Að þessu tilefni ræðir Terry um kennsluna sína á jólakennslukaffi Kennslumiðstöðvar fimmtudaginn 13. desember kl. 15:00-16:00.

Í umsögn valnefndar segir m.a.: „Terry hefur einstakt lag á að kveikja brennandi áhuga hjá nemendum sínum og vekja hjá þeim metnað til að standa sig í námi. Hann lætur sér annt um þá og gefur sér alltaf tíma til að sinna þeim. Hann er þekktur fyrir að gera miklar kröfur til nemenda sem hann leiðbeinir, en um leið að blása þeim í brjóst trú á að þau geti staðið undir kröfunum og að veita þeim þá leiðsögn sem þau þurfa til að gera það.“

Allir velkomnir.

Handhafar viðurkenninga fyrir lofsvert framlag til kennslu, rannsókna og stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2018 ásamt rektor Háskóla Íslands. Frá hægri: Terry Adrian Gunnell, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Jón Atli Benediktsson. Mynd/Kristinn Ingvarsson 

Jólakennslukaffi í Kennslumiðstöð - Terry Adrian Gunnell ræðir um kennsluna sína