Skip to main content

Jarðvísindaganga með Helgu Kristínu um Búrfellsgjá

Jarðvísindaganga með Helgu Kristínu um Búrfellsgjá  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. október 2021 11:00 til 13:30
Hvar 

Göngufólk ekur í aðdraganda göngunnar á einkabílum meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum en þar eru bílastæði við veginn.

Nánar 
Ekkert að panta, bara mæta.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Helga Kristín Torfadóttir, sem stundar doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði við HÍ, mun leiða göngu um Búrfellsgjá á laugardaginn kemur, þann 16. október kl. 11. Göngufólk ekur í aðdraganda göngunnar á einkabílum meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum en þar eru bílastæði við veginn. Það er svo gengið um gjánna. Gangan er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem heitir Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Ekkert að panta, bara mæta. 

Helga Kristín er svo sannarlega vön að skýra út flókna hluti á mannamáli. Hún hefur vakið heimsathygli fyrir vísindamiðlun á eigin Instagram-síðu undanfarin misseri. Þar deilir hún fróðleik á mannamáli um gosið á Reykjanesi og ótrúlegustu undur sem snerta jarð- og jöklafræði.

Í Búrfellsgjá mun Helga Kristín lýsa tilurð þess sem fyrir augu ber í jarðfræðilegum skilningi. Líklegt er að skimað verði eftir hellum á gönguleiðinni og því gæti verið gott að taka með sér vasaljós, vera í góðum skóm og hafa með gott nesti. Gangan tekur um tvær til þrjár klukkustundir.

Göngufólk ekur í aðdraganda göngunnar á einkabílum meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum en þar eru bílastæði við veginn. Það er svo gengið um gjánna. Gangan er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem heitir Með fróðleik í fararnesti.

Jarðvísindaganga með Helgu Kristínu um Búrfellsgjá