Skip to main content

Jane Smiley: What I did in Iceland

Jane Smiley: What I did in Iceland - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. mars 2019 16:00 til 18:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Skáldsagnahöfundurinn Jane Smiley heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu þriðjudaginn 26. mars kl. 16. Hún hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsögu sína A Thousand Acres (1991) sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 1997. Jane Smiley var hér sem Fulbright styrkþegi árið 1976 og hafði sú dvöl mikil áhrif á skrif hennar. Í fyrirlestrinum “What I did in Iceland” segir hún frá reynslu sinni hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, mun opna fyrirlesturinn og segja nokkur orð. Að loknum fyrirlestri verður boðið upp á léttar veitingar.

Félag Fulbright styrkþega á Íslandi stendur fyrir komu Jane Smiley til landsins í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi Sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi við Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

facebook

Jane Smiley: What I did in Iceland

Jane Smiley: What I did in Iceland