Skip to main content

Jane Bennett - Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu 21. mars 2019, kl. 15:30

Jane Bennett - Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu 21. mars 2019, kl. 15:30 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2019 15:30 til 17:00
Hvar 

Þjóðminjasafn Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

ÖNDVEGISVERKEFNIÐ HEIMSINS HNOSS BÝÐUR TIL OPINS FYRIRLESTURAR:

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands, 21. mars 2019, kl. 15:30

 

JANE BENNETT

PRÓFESSOR VIÐ JOHNS HOPKINS UNIVERSITY

"Out for a Walk”

Fyrirlesturinn hefst á tveimur ferðum, önnur ferðin er farin af Henry Thoreau þar sem hann er umlukinn gróðri, hin ferðin er pennastrik sem nýtir sér mannshöndina á vegferð sinni að verða krot. Þessar tvær ferðir varpa ljósi djúptækar flækjur og tengingar sem eru til staðar milli mennskra og ómennskra gjörninga, sem jafnframt þyrftu sinn eigin orðaforða sem viðurkennir tilvist á atbeini sem á sér stað milli tegunda. Hvernig á annars að tala um slíka samvinnu sem viðurkennir hlut þess ómennska? Hvaða málfræði, setningafræði og munnlegu tjáningar eru best til þess fallin að gangast við áhrifum dýra, gróðurs, steina og andrúmsloftsins á hvert annað. Hvernig er hægt að finna tungutak sem er næmt fyrir því að skrif manneskjunnar eru í raun aðeins möguleg vegna ómennskrar áletrunar.

  • ••

Jane Bennett er Andrew W. Mellon Prófessor í Hugvísindum við Johns Hopkins háskólann, þar sem hún kennir stjórnmálafræði. Rannsóknarsvið hennar nær til kennilegrar stjórnmálafræði, vistfræðilegrar heimspeki,  pólitískrar hugsunar í Bandaríkjunum, pólitískrar mælskufræði og samtíma kenninga í félagsvísindum. Hún hefur verið gestakennari við Háskólann í Kaupmannahöfn og setið í rannsóknarstöðum við IKKM í Weimar, Oxford háskóla, Birkbeck hugvísindastofnunina í London og Rannsóknarmiðstöð hugvísinda við þjóðarháskólann í Ástralíu. Jane Bennett hefur m.a. gefið út bækurnar Vibrant Matter: A Political Ecology of Things (Duke, 2010); The Enchantment of Modern Life (Princeton 2001); Thoreau's Nature (Rowman Littlefield, 1994), and Unthinking Faith and Enlightenment (NYU 1987).  Næsta bók Bennett mun fjalla um Walt Whitman.

JANE BENNETT PRÓFESSOR VIÐ JOHNS HOPKINS UNIVERSITY "Out for a Walk” Fyrirlesturinn hefst á tveimur ferðum, önnur ferðin er farin af Henry Thoreau þar sem hann er umlukinn gróðri, hin ferðin er pennastrik sem nýtir sér mannshöndina á vegferð sinni að verða krot. 

Jane Bennett - Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu 21. mars 2019, kl. 15:30