Skip to main content

Jafnréttisdagar 2022

Jafnréttisdagar 2022 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2022 8:00 til 18. febrúar 2022 16:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Jafnréttisdagar Háskóla Íslands hafa verið haldnir árlega síðan 2009. Hugmyndin með Jafnréttisdögum er að þeir hjálpi til við að skapa umræðu um jafnréttismál og að gera þau sýnileg innan skólans sem utan.

Á Jafnréttisdögum gefst fólki tækifæri á að kynnast því starfi og þeim hugmyndum sem hafa verið að gerjast í jafnréttismálum í háskólasamfélaginu. 

Viðfangsefni Jafnréttisdaga er jafnrétti í víðum skilningi og að dögunum koma flestir þeir aðilar sem starfa að jafnréttismálum innan háskólans. Fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkenna Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands.

Dagskráin er fjölbreytt og byggir á þverfaglegu samstarfi þar sem sameinað er bæði hátíðarbragur og gagnrýn sýn á stöðu jafnréttismála.

Jafnréttisdagar á facebook

Jafnréttisdagar 2022

Jafnréttisdagar 2022