Skip to main content

Jafnrétti í Háskóla Íslands undir smásjánni

Jafnrétti í Háskóla Íslands undir smásjánni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. október 2017 14:00 til 15:30
Hvar 

Litla-Torg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvernig miðar jafnréttismálum í Háskóla Íslands? Á nokkurra ára fresti er gerð skýrsla um stöðu og þróun málaflokksins, sem er hluti af því gagnsæi sem skólinn vill hafa um málaflokkinn. Verkefnið tekur nú til jafnréttis í víðum skilningi og fjallar um tímabilið 2012-2016, og er unnið af Félagsvísindastofnun HÍ að beiðni jafnréttisnefndar og ráðs um málefni fatlaðs fólks.

Dagskrá hefst með því að Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Guðný Gústafsdóttir kynna helstu niðurstöður, og því næst taka rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, og formaður jafnréttisnefndar skólans, Hanna Ragnarsdóttir, til máls. Að því loknu verður orðið gefið laust og opnað fyrir umræður og spurningar úr sal.

Fundarstjóri er Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi HÍ og formaður ráðs um málefni fatlaðs fólks. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.

TÁKNMÁLSTÚLKUN – Gestum á Jafnréttisdögum sem óska eftir táknmálstúlkun á tiltekna viðburði er bent á að senda tölvupóst á msteph@hi.is með eins góðum fyrirvara og kostur er.

Markmið Jafnréttisdaga er að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.