Skip to main content

Þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands í hálfa öld

Þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands í hálfa öld - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. febrúar 2023 15:30 til 17:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal

Nánar 
Aðalbygging HÍ
Opið öllum

Þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands í hálfa öld

Haustið 1970 var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum stofnuð við Háskóla Íslands. Í námsbrautinni voru kenndar þrjár greinar, félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði.

Í tilefni tímamótanna er efnt til afmælisfagnaðar í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 10. febrúar 2023. Þar verða flutt stutt ávörp um sögu og mikilvægi þjóðfélagsfræða á Íslandi og frumkvöðlar þjóðfélagsfræðanna hér á landi heiðraðir. Að lokinni dagskrá verða léttar veitingar.

Dagskrá

  • Setning: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor emeritus í mannfræði, sem jafnframt annast fundarstjórn.
  • Landnám þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum prófessor í stjórnmálafræði.
  • Félagsfræði í 50 ár. Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus í félagsfræði.
  • Mannfræði í 50 ár. Gísli Pálsson, prófessor emeritus í mannfræði.
  • Stjórnmálafræði í 50 ár. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði.
  • Nýjar þverfræðilegar greinar spretta fram. Rannveig Traustadóttir, prófessor emeritus í fötlunarfræði.
  • Kveðjur frá Félagsvísindasviði. Stefán Hrafn Jónsson, forseti sviðsins.
  • Kveðjur frá Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson rektor.

Öll velkomin!

Hægt verður að fylgjast með dagskránni í streymi hér.

Viðburðurinn fer fram í Aðalbyggingu HÍ í Hátíðasalnum. Ljósmynd: Mats Wibe Lund

Íslensk þjóðfélagsfræði í hálfa öld.