Skip to main content

Írska morðkvendið hennar Margaret Atwood í Alias Grace

Írska morðkvendið hennar Margaret Atwood í Alias Grace - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. mars 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Margaret Atwood hefur notið fádæma hylli undanfarið ár með sjónvarpsþáttum sem gerðir eru eftir tveimur skáldsögum hennar, Sögu þernunnar (1985) og Alias Grace (1996), en auk þess hófust á síðastliðnu ári sýningar á fyrstu þáttaröð af teiknimyndaseríunni Wandering Wenda, sem er byggð á samnefndri barnabók hennar frá árinu 2011. Skáldkonan er einstaklega fjölhæfur, afkastamikill, og ástsæll höfundur, sem gæti best skýrt frábæra uppskeru erfiðis hennar.

Sannsögulega skáldsagan Alias Grace verður umfjöllunarefni þessa hádegiserindis Guðrúnar Bjarkar, en þar segir Margaret Atwood frá „morðkvendinu“ Grace Marks, sem var írskur innflytjandi sem lifði af dauðadóm og fékk að endingu aflausn frá lífstíðarfangelsi í Kanada á 19. öld. Guðrún Björk mun taka til stuttrar athugunar hvernig hrakfarir og upprisa írskrar innflytjendastúlku verður Atwood að yrkisefni um mikilvægi þess að láta ekkert yfirbuga sig, hversu mótdrægar sem aðstæður annars eru, en það er leiðistef í bókum hennar. 

Guðrún Björk Guðsteinsdóttir fjallar um Alias Grace. 

Írska morðkvendið hennar Margaret Atwood í Alias Grace