Innsetningarathöfn - Eva H. Önnudóttir | Háskóli Íslands Skip to main content

Innsetningarathöfn - Eva H. Önnudóttir

Innsetningarathöfn - Eva H. Önnudóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. september 2021 15:00 til 16:00
Hvar 

Lögberg 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Eva H. Önnudóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Af því tilefni verður haldin hátíðleg athöfn sem er öllum opin.

Boðið verður upp á veitingar að athöfn lokinni.

Eva lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2002, útskrifaðist með meistaragráðu í rannsóknaaðferðum í félagsvísindum frá London School of Economics árið 2004 og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Mannheim árið 2015. 

Eva var ráðin í stöðu dósents við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2009 og fékk framgang í stöðu prófessors 2021.

Eva H. Önnudóttir

Innsetningarathöfn - Eva H. Önnudóttir