Skip to main content

Ímyndir (eftir)nýlendustefnunnar í rannsóknum á búddískri heimspeki

Ímyndir (eftir)nýlendustefnunnar í rannsóknum á búddískri heimspeki - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. mars 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Audrius Beinorius flytur fyrirlesturinn Ímyndir (eftir)nýlendustefnunnar í rannsóknum á búddískri heimspeki, í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands þann 14. mars kl. 12-13.

Búddisminn hefur um langan aldur haft margvísleg og djúpstæð áhrif á hugmyndaheim Vesturlanda og hefur jafnan þótt búa yfir miklu aðdráttarafli. Þó var það ekki fyrr en seint á 19. öld að „búddísk heimspeki“ var viðurkennd sem sjálfstætt viðfang fræðilegra rannsókna. Ætlun mín er að ræða það sérstaka mót sem notað var til að koma á framfæri þekkingu á búddískri heimspeki, með áherslu á fyrstu endursköpun hugmyndaheimsins og þá orðræðu sem mótaði tilurð fræðigreinarinnar. Ef til vill er einn markverðasti þáttur vestrænna hugmynda um „Búddisma“ sú tilhneiging austurlandafræðinga að staðsetja hið hlutgerða viðfang orðræðna sinna innan skýrt afmarkaðrar heildar klassískra texta. Hugmyndir okkar um hvað er og hvað er ekki Búddismi eru afsprengi tilviljunarkenndra sögulegra kringumstæðna og ákveðinnar þróunar í túlkunarhefð nútímans. Í fyrirlestri mínum mun ég sýna hvernig ný vandamál innan vestrænnar heimspeki hafa, með hverri nýrri kynslóð, skapað sambærilegan en ekki nauðsynlega „réttari“ lestur hinnar búddísku hefðar. Ef til vill er meginhlutverk búddískra fræða og Asíufræða almennt að hjálpa Vestrinu að skilgreina eigin sjálfsmynd.

Audrius Beinorius er prófessor við deild Asíufræða og þvermenningarlegra rannsókna, háskólanum í Vilnius, Litháen, og gistikennari við námsbraut í heimspeki, HÍ.