Skip to main content

Ian Hodder: Hvert stefnum við? Um samspil mennsku og efnismenningar

Ian Hodder: Hvert stefnum við? Um samspil mennsku og efnismenningar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. október 2018 16:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 23. október mun Ian Hodder, prófessor í fornleifafræði við Stanford Háskóla, flytja Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar 2018 og ber hann yfirskriftina „Hvert stefnum við? Um samspil mennsku og efnismenningar“. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 16–17.

Í fyrirlestrinum mun Hodder fjalla um samtvinnun mennsku og hluta í tengslum við ríkjandi kenningar um sögulega þróun. Hodder mun útskýra hvers vegna hlutir skipta máli við þróun mannkyns og leggja fram þá kenningu að samtvinnun mennsku og efnismenningar bæði móti og ýtir undir þróunina, jafnt menningarlega og erfðafræðilega. Í fyrirlestrinum ætlar Hodder að taka nokkur dæmi – þar með talið uppgötvun hjólsins og tækni við vefnað – til að sýna hvernig þessi samtvinnun mennsku og efnismenningar býr kerfi hegðunarreglna sem um leið takmarka getu mannkyns til að takast á við víðtækar krísur.

Ian Hodder hefur um árabil verið leiðandi á sviði kennilegrar fornleifafræði og gefið út fjölda greina og bóka á því sviði, eins og t.d. bækurnar Reading the Past (1994), The Archaeological Process (1999) og Entangled: An Archaeology of the Relationships between Humans and Things (2012). Þá stjórnaði hann fornleifauppgrefti í Catalhoyuk í Tyrklandi en rannsóknin þar markaði þáttaskil í sögu fornleifafræði á heimsvísu.

Fyrirlestur sinn byggir Hodder á bók sinni Where are we heading? The entanglements of humans and things sem kom út hjá Yale University Press haustið 2018.

Viðburðurinn er á vegum Námsbrautar í fornleifafræði og Sagnfræðistofnunar.

Ian Hodder, prófessor í fornleifafræði við Stanford háskóla

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar 2018