Skip to main content

FRESTAÐ: Hvernig verð ég öflugur leiðtogi?

FRESTAÐ: Hvernig verð ég öflugur leiðtogi? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. febrúar 2023 11:00 til 11:30
Hvar 

Í streymi á Teams

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburði frestað vegna óviðráðanlegra orsaka.

Í okkur öllum býr leiðtogi og við getum öll orðið öflug í teymisvinnu. Við öðlumst aðgengi af þessum styrkleikum með því að æfa okkur. Það felst í því að gera alls konar litla hluti eins og að spyrja spurninga og vera forvitin, bjóðast til að aðstoða, sýna frumkvæði, standa með þeim sem standa höllum fæti, vera málsvari, stíga fram, vera virk, viðurkenna veikleika, biðja aðra um hjálp, hvetja og vera vakandi í okkar lífi. Hvaða þætti er mikilvægt að æfa og hvernig gerum við það? Um það ætlum við að hugsa, tala og pæla í.

Verið öll hjartanlega velkomin og munum að þar sem allir hugsa eins er lítið hugsað. Komið því til leiks.

Jakob Frímann Þorsteinsson (jakobf@hi.is) er aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1993 og MA-prófi í náms- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands árið 2011. Hann hefur unnið lengi við tómstunda- og skólastarf, m.a. í félagsmiðstöðvum, við faglega stjórnun, í grunnskóla og verið virkur í ýmsum félagasamtökum. Helstu viðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum eru á sviði útimenntunar og tómstunda- og menntunarfræða, leiðtogafræði, þróunar kennsluhátta í háskóla og formgerða náms.

Í okkur öllum býr leiðtogi og við getum öll orðið öflug í teymisvinnu. Við öðlumst aðgengi af þessum styrkleikum með því að æfa okkur.

Hvernig verð ég öflugur leiðtogi og liðsmaður í teymi?