Hvernig samfélag viljum við? | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvernig samfélag viljum við?

Hvernig samfélag viljum við? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. september 2021 13:00 til 14:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ójöfnuði hefur verið lýst sem einni helstu vá 21. aldarinnar og sá ójöfnuður sem fyrirfinnst innan samfélaga hefur margvísleg áhrif á líf fólks.

Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg prófessorar í félagsfræði hafa stýrt könnunum á ójöfnuði á Íslandi árin 2009 og 2020, en þessar kannanir eru hluti af alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi þar sem sambærilegar kannanir eru lagðar fyrir í rúmlega 40 löndum.
Í þessari málstofu munu þau kynna fyrstu niðurstöður á viðhorfum Íslendinga til ójafnaðar og setja þær niðurstöður í samhengi við viðhorf Íslendinga árið 2009 sem og í alþjóðlegt samhengi.

Að loknum kynningum verður pallborð þar sem niðurstöðurnar verða settar í samfélagslegt og stefnumótandi samhengi. Þátttakendur í pallborði verða: Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Viðburðurinn fer fram 17. september kl. 13:00.

Hvernig samfélag viljum við?