Hvernig á að hvetja nemendur | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvernig á að hvetja nemendur

Hvenær 
8. október 2020 13:00 til 14:30
Hvar 

ZOOm, skráðir þátttakendur fá senda fundarslóð

Nánar 
Juan Pablo Mora

Vinnustofa/málstofa:
Hvernig á að hvetja nemendur til að nota ný verkfæri og virkar námsaðferðir eins og vendinám eða áskoranatengt nám með SL og DT/ECO

  • Tími: fimmtudagur, 8. október 2020, kl. 13-14:30
  • Staður: Á netinu í Zoom. Tengill verður sendur til þátttakenda
  • Leiðbeinandi: Juan Pablo Mora frá Háskólanum í Seville
  • Tungumál: enska

Á málstofunni verða kynntar virkar námsaðferðir eins og vendikennsla og áskoranatengt nám með SL (e. Service Learning), hönnunarhugsun (e. Design thinking) og  ECO (e. Explore, Create and Offer). ECO er ný aðferð í kennslu sem verið er að þróa við Háskólann í Sevilla sem er byggð á hönnunarhugsun. Hún gefur nemendum tækifæri til að hanna og þróa verkefni byggt á þörf eða samfélagslegri áskorun sem nemendur þurfa sjálfir að bera kennsl á.

Með því að bera umhyggju fyrir fólki sem hefur ákveðna þörf og reyna að bjóða upp á nýstárlega lausn við, þá byggja nemendur upp þekkingu sína um efnið. Nemendur vinna verkefni sem sérfræðingar um efnið í námsumhverfi sem er bæði ríkt af sköpun og áskorunum.

Í seinni hluta málstofunnar verður fjallað um og sýnt hvernig hægt er að nýta tækni og forrit til að hvetja nemendur til að læra á áhrifaríkari hátt og auðvelda hópvinnu. Aukin þekking og aðgangur að hugbúnaði til að nota í fjarnámi vegna Covid 19 heimsfaraldursins ætti að auðvelda samvinnu milli kennara og nemenda frá ólíkum fræðasviðum og öðrum háskólum til að búa til þverfagleg teymi til að sinna SL og DT/ECO verkefnum. Þetta er hin nýja áskorun sem Juan Pablo Mora og tungumálanemendur hans munu ráðast í núna skólaárið 2020-21.

Hér eru nokkir Padletar sem nemendur Juan Pablo hafa gert á síðustu árum til að deila með samfélaginu (aðallega samt á spænsku) https://padlet.com/jmora4. Dæmi frá kennslu Juan Pablos frá haustmisseri 2019 er hér: https://padlet.com/jmora4/9wu1lvlduohj

Nánari upplýsingar veitir: Sigurbjörg Jóhannesdóttir, verkefnastjóri í Kennslumiðstöð, sigurbjorg@hi.is, sími: 525 4966

Skráning á málstofuna er frá vefslóðinni: https://kennslumidstod.hi.is/events/16743/

Hvernig á að hvetja nemendur

Hvernig á að hvetja nemendur