Skip to main content

Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka

Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. febrúar 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Marsha Henry, dósent í kynjafræði, er fjórði fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019. Fyrirlestur hennar nefnist: „Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka: Pólitísk hagfræði kynferðisofbeldis í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu“ og að venju er fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12:00-13:00.

Í fyrirlestrinum fjallar dr. Henry um rannsókn sem hún vann fyrir nokkrum árum á menningar- og félagslegu sambandi heilsufars og félagslegrar velferðar þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í stríðsátökum (CRGBV) í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu. Rannsóknin miðaði að því að móta kenningu um kynjaviðmið og kerfislægt ójafnrétti til að skilja viðvarandi hindranir gegn því að konur nýti sér þá lögfræðiráðgjöf og samfélagslega stuðning sem frjáls félagasamtök veita konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi.

Marsha Henry er dósent í kynjafræði og starfandi forstöðumaður Rannsóknastofnunar London School of Economics um konur, frið og öryggismál. Í rannsóknum sínum beitir hún gagnrýnum aðferðum í hernaðar- og friðarfræðum og femíniskum kenningum til að skoða pólitík kynbundins ofbeldis á fyrrum átakasvæðum.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2019 er tileinkuð sambandi kyns, áfalla og heilsufars. Rannsóknir á áhrifum skaðlegrar reynslu á bernskuárum hefur á undanförnum árum veitt hugmyndum um áhrif uppvaxtarskilyrða á heilsufar og velferð á fullorðinsárum nýtt líf. Fyrirlesarar úr mismunandi greinum munu í fyrirlestraröðinni fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlestraröðin er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Dr. Marsha Henry, dósent í kynjafræði, fjallar  um rannsókn á menningar- og félagslegu sambandi heilsufars og félagslegrar velferðar þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í stríðsátökum (CRGBV) í Bosníu-Hersegóvínu og Líberíu. 

Hugleiðingar um kyn og umbreytandi velferð í kjölfar átaka