Skip to main content

Hnattræn samstaða: Hvað segja konur um kristnar kenningar og loftlags-réttlæti?

Hnattræn samstaða: Hvað segja konur um kristnar kenningar og loftlags-réttlæti? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. október 2018 11:40 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hilda Koster mun í erindi sínu kynna nýtt greinasafn sem hún ritstýrði og ber heitið Planetary Solidarity: Global Women’s Voices on Christian Doctrine and Climate Justice (2017). Í bókinni myndar hugtakið „hnattræn-samstaða“ (e. planetary solidarity) ramma fyrir umhverfisguðfræði sem fjallar um tengsl loftlagsbreytinga og kynja-réttlætis (e. gender justice). Loftlagsbreytingar vekja ágengar spurningar um réttlæti og samstöðu, þar sem fátækar konur og konur á meðal frumbyggja eru í sérstakri hættu. Af þeim sökum telur Koster ástæðu til þess að gefa því gaum að þó að Frans páfi hvetji í páfabréfi sínum um umhverfismál, Laudato Si’, til þess að hlustað sé á „raddir fátækra og jarðarinnar“, þá líti hann sjálfur fram hjá konum, aðstæðum þeirra og framlagi til samfélagsins. Í greinasafninu skrifar hópur guðfræðinga, konur með ólíkan bakgrunn, m.a. Sallie McFague, Ivone Gebara, Melanie Harris, Heather Eaton, Cynthia Moe-Lobeda, Arnfríður Guðmundsdóttir og Barbara Rossing. Í greinunum kynna konurnar hugmyndir sínar um hvernig mögulegt sé að stuðla að hnattrænni velmegun, þrátt fyrir þrengingar og þjáningu.

Dr.Hilda Koster er með BA og M.Div. gráður í guðfræði frá Háskólanum í Groningen, Hollandi, Th.M. í guðfræði frá Princeton Theological Seminary, USA, og Ph.D. gráðu í guðfræði frá University of Chicago, USA. Hún leggur stund á rannsóknir í kynjaréttlæti, umhverfisguðfræði, umhverfisfeminisma, umhvefissiðfræði og kristinni guðfræði. 

 

Dr. Hilda Koster 

Hnattræn samstaða: Hvað segja konur um kristnar kenningar og loftlags-réttlæti?