Skip to main content

Hlutverk stjórnarskrárinnar í Ungverjalandi – í ljósi aðildar að Evrópusambandinu

Hlutverk stjórnarskrárinnar í Ungverjalandi – í ljósi aðildar að Evrópusambandinu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. nóvember 2017 12:00 til 13:00
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í fyrirlestri sínum mun László Trócsányi, dómsmálaráðherra Ungverjalands, fjalla um ýmis álitamál varðandi stjórnskipun Ungverjalands í ljósi aðildar að Evrópusambandinu. Ungverjaland gekk í Evrópusambandið árið 2004.

Dr. László Trócsányi, dómsmálaráðherra Ungverjalands, útskrifaðist sem lögfræðingur frá laga- og stjórnmálafræðideild Eötvös Loránd University árið 1980 hlaut réttindi til að starfa sem lögmaður árið 1985.

Dr. Trócsányi hóf starfsferil sinn við bókasafn ungverska þingsins árið 1980. Ári síðar varð hann rannsakandi við stofnun lögvísinda við ungversku vísindaakademíuna og starfaði þar til ársins 1988. Að aflokinni prófraun til öflunar málflutningsréttinda árið 1985 starfaði hann um árabil sem lögmaður en hefur ekki starfað að neinu leyti á þeim vettvangi frá árinu 2007 vegna opinberra trúnaðarstarfa.

Dr. László Trócsányi starfaði við laga- og stjórnmálafræðideild Háskólans í Szeged frá 1989 og hefur frá árinu 2000 verið prófessor of yfirmaður við háskólann og stjórnandi miðstöðvar Evrópurannsókna frá árinu 2004. Hann hefur einnig verið gestafyrirlesari við Jean Moulin háskóla í Lyon og Kaþólska háskólann í Louvain-la-Neuve.

Á árunum 2000-2004 gegndi hann stöðu sendiherra Ungverjalands bæði í Belgíu og Lúxemborg og var sendiherra Ungverjalands í Frakklandi milli 2010 og 2014.

Ungverska þing kaus árið 2007 Dr. László Trócsányi til starfa í stjórnlagadómstól Ungverjalands en hann lét síðar af störfum vegna annarra opinberra trúnaðarstarfa. Hann var varamaður í Feneyjarnefnd Evrópuráðsins árin 2005-2013.

Mánudaginn 13. nóvember býður Lagastofnun Háskóla Íslands til fyrirlestrar Dr. László Trócsányi, dómsmálaráðherra Ungverjalands. Fyrirlesturinn fer fram í stofu L-101 í Lögbergi frá 12:00-13:00. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um ýmis álitamál varðandi stjórnskipun Ungverjalands í ljósi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ungverjaland gekk í Evrópusambandið árið 2004. Fundarstjóri verður Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður á ensku og má finna nánari upplýsingar á vefslóðinni: http://lagastofnun.hi.is/fyrirlestur_laszlo trocsanyi.

Hlutverk stjórnarskrárinnar í Ungverjalandi – í ljósi aðildar að Evrópusambandinu