Skip to main content

Hinsegin þekking: Þrár, líkamar og kynverund í Indónesíu

Hinsegin þekking: Þrár, líkamar og kynverund í Indónesíu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. október 2021 13:00 til 14:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Hendri Yulius Wijaya, rithöfundur og fræðimaður

Málstofustjóri: Jón Ingvar Kjaran, prófessor við HÍ

Beint streymi

Sue Gollifer, lektor við HÍ, stýrir umræðum.

Hendri Yulius Wijaya er rithöfundur og fræðimaður frá Indónesíu. Hann hefur MA-gráðu í kynja- og menningarfræðum frá Sydney háksóla og MA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Þjóðarháskólanum í Singapore. Hann hefur einkum skrifað um efni sem tengist kyngervi, kynverund og menningu. Nýjasta bók hans er “Intimate Assemblages: The Politics of Queer Identities and Sexualities in Indonesia” sem Palgrave Macmillan gaf út 2020. Hann vinnur einnig að málefnum sem tengjast sjálfbærni og umhverfisvernd í Suðaustur-Asíu.

Í þessum fyrirlestri mun Hendri fjalla um hvernig orðræðan hefur breyst í Indónesíu hvað varðar mótun sjálfsmyndar á grundvelli kyngervis og kynverundar. Tengir hann þá umræðu við félagslegar og sögulegar aðstæður innanlands en jafnframt við alþjóðlega strauma og áhrif hnattvæðingar á mótun sjálfsmyndar. Því næst beinir hann kastljósinu að hinsegin aðgerðarsinnum í Indónesíu og hvernig þeir nýta sér og breyta ríkjandi orðræðu um kyngervi og kynverund til að takast á við andstæðinga sína. Jafnframt verður skoðað hvaða aðferðir andstæðingar réttinda til handa hinsegin fólki hafa notað til að koma málefnum sínum á framfæri og skapa sér rými innan orðræðunnar um kyngervi og kynverund. Baráttan milli andstæðra fylkinga varpar því ljósi á þau pólitísku atök á grundvelli kynverundar og kyngervis í Indónesíu í dag.

Hendri Yulius Wijaya er rithöfundur og fræðimaður frá Indónesíu. Hann hefur MA-gráðu í kynja- og menningarfræðum frá Sydney háksóla og MA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Þjóðarháskólanum í Singapore.

Hinsegin þekking: Þrár, líkamar og kynverund í Indónesíu