Hinsegin sýn á kenningar og skrif Paulo Freire | Háskóli Íslands Skip to main content

Hinsegin sýn á kenningar og skrif Paulo Freire

Hinsegin sýn á kenningar og skrif Paulo Freire - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. nóvember 2021 13:00 til 14:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hinsegin/gagnrýna menntunarfræði og hvernig nýta má þessa krítísku nálgun til að umbreyta kennslu- og námsháttum innan skólakerfisins. Ennfremur verður rætt hvernig tengja má hugmyndir Paulo Freire við hinsegin menntunarfræði í þeim tilgangi að varpa ljósi á og skilja betur ríkjandi orðræðu innan menntakerfisins. Í þeim efnum þurfum við að fara nýjar leiðir til að draga úr hvers kyns kerfisbundnu ójafnrétti og kúgun innan skólakerfisins. Þetta verður frekar rætt í fyrirlestrinum.

Um fyrirlesarann

Manuel López-Pereyra er lektor við Menntunarfræðideild Universidad Iberoamericana í Mexíkóborg. López-Pereyra varði doktorsritgerð sína við háskólann í York í Bretlandi. Eftir það starfaði hann sem nýdoktor við Universidad Complutense de Madrid á Spáni. Rannsóknarsvið hans tengist félagslegu réttlæti í menntun, námi án aðgreiningar, fjölmenningu, kyni og kyngervi og hinsegin menntunarfræðum.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hinsegin/gagnrýna menntunarfræði og hvernig nýta má þessa krítísku nálgun til að umbreyta kennslu- og námsháttum innan skólakerfisins.

Hinsegin sýn á kenningar og skrif Paulo Freire