Skip to main content

Hinsegin fólksflutningar á Norðurlöndum á síðari hluta 20 aldar

Hinsegin fólksflutningar á Norðurlöndum á síðari hluta 20 aldar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. september 2019 13:30 til 15:30
Hvar 

Oddi

206

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvað eiga hinsegin fólksflutningar frá Finnlandi og Íslandi sameiginlegt?

Hvernig getum við nálgast þetta efni? Með hvaða sjónarhorni eigum við að skoða það?

 

Föstudaginn 27. september verður haldin málstofa um hinsegin fólksflutninga á Norðurlöndum á síðari hluta 20. aldar með sérstakri áherslu á strauma sem lágu frá Íslandi til Danmerkur og Finnlandi til Svíþjóðar. Þar verður velt upp spurningum um einkenni, drifkrafta og menningarlega merkingu fólksflutninganna sem og leiðir við rannsóknir á þeim.

 

Sex finnskir og íslenskir fræðimenn halda stutt erindi en einn megintilgangur málstofunnar er að hefja samtal við fræðimenn, hinsegin fólk og aðra hlutaðeigandi um þetta vanrækta efni í sögu Norðurlanda.

Málstofan er styrkt af ReNEW rannsóknarnetinu og er hluti af undirbúningi fræðimannanna fyrir rannsóknarverkefni um hinsegin fólksflutninga á Norðurlöndum. Aðstandendur málstofunnar eru MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Rannsóknastofa um jafnrétti, kyngervi og menntun, og rannsóknarverkefnið Mobilities and Transnational Iceland.

Erindi og umræður fara fram á ensku.

 

Dagskrá:

Kl. 13.30: Erindi frá fræðimönnum

Ásta Kristín Benediktsdóttir, „The Great Escape? Queer migration from Iceland to Europe in recent historical novels“

Elsi Hyttinen, „The shy men in denim jackets. Fictional queer Finns in Stockholm“

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „Final Destination: Copenhagen. HIV/Aids and queer migration in Iceland 1983–1987

Íris Ellenberger, „What‘s queerness got to do with it? Education, migration and queerness in the 20th century“

Riikka Taavetti, „Migration as a blind spot in Finnish queer historiography?“

Tuula Juvonen, „The image of a gay Sweden in Finland 1950s-1980s“

Kl: 14:30: Spurningar og umræður

 

Málstofan fer fram á ensku.