Skip to main content

„Hér er enginn söguþráður: áföll, sjálfsmynd og hvörf“

„Hér er enginn söguþráður: áföll, sjálfsmynd og hvörf“ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. janúar 2020 12:00 til 13:00
Hvar 

Hringsalur LSH við Hringbraut

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Anna Gotlib, dósent við Brooklyn College í New York, flytur opinn fyrirlestur um fyrirbærafræði sjúkrahúsvistar í Hringsal LSH við Hringbraut, mánudaginn 27. janúar kl. 12:00. Í erindinu fjallar hún um áhrif alvarlegra veikinda á sjálfsmynd sjúklinga og mikilvægi þess að samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúklinga byggi á nærgætni og virðingu fyrir tilfinningu sjúklings um sjálfan sig sem persónu. Þetta krefjist nálgunar sem byggi á því að taka mið af heildstæðri frásögn sjúklinga um forsendur eigin velferðar í stað þess að meðhöndla þá einkum sem veika líkama.  

Siðfræðistofnun og Heimspekistofnun standa að fyrirlestrinum í samstarfi við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. 

Anna Gotlib er fædd í Leningrad í Sóvétríkjunum (nú Sankti Péturborg) en flúði ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna á barnsaldri. Hún nam heimspeki við University of Michigan og Michigan State University. Í dag er hún dósent í heimspeki við Brooklyn College CUNY í New York. Hún er gestaprófessor við Heimspekideild HÍ á vegum Fulbright stofnunarinnar. 

Útdráttur á ensku:

"There Are No Stories Here: Trauma, Identity, and Liminality in an (American) Hospital." 

This presentation focuses on centering patient phenomenologies of hospitalization as a way to think about successful treatment.  Specifically, it critiques the loss of patient identity that can take place during hospitalization as a result of experiences of fear, isolation, loss of autonomy and agency, and liminality.  The presentation further argues that the current normative models of hospital care disregard the importance of patient experience, marking those already burdened by illness as mere bodies -- not as morally equal participants in the pursuit of healing.  It suggests that moving toward any semblance of change requires a fundamental re-assessment of the relationship between the patient and the hospital's institutional arrangements and priorities.

Staður og stund:

Anna Gotlib, dósent við Brooklyn College í New York, flytur opinn fyrirlestur um fyrirbærafræði sjúkrahúsvistar í Hringsal LSH við Hringbraut, mánudaginn 27. janúar kl. 12:00.

„Hér er enginn söguþráður: áföll, sjálfsmynd og hvörf“