Skip to main content

Heimsþing leikhúsrannsakenda

Heimsþing leikhúsrannsakenda - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. júní 2022 10:00 til 24. júní 2022 16:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dagana 20.–24. júní verður haldin í Háskóla Íslands árleg ráðstefna alþjóðlegra leikhúsfræðimanna, IFTR ( International Federation for Theatre Research). Fjórða hvert ár halda samtökin heimsþing og að þessu sinni er það haldið í Reykjavík í ár en aðalfundur samtakanna verður haldinn á sama tíma. Um 700 manns hvaðanæva úr heiminum hafa skráð sig til þátttöku og verða með fyrirlestra í ýmsum málstofum á ráðstefnunni.

IFTR var stofnað árið 1957 og telur í dag félaga frá 44 löndum úr öllum heimsálfum. Auk árlegrar ráðstefnu standa samtökin að ritinu Theatre Research International, sem gefið er út hjá Cambridge Journals.

Ráðstefnan er þríþætt. Innan samtakanna eru starfræktir 24 rannsóknahópar en 22 þeirra munu funda á ráðstefnunni hér á landi. Auk þess eru sérstakar málstofur ætlaðar doktorsnemum og nýdoktorum auk almennra málstofa. Aðalfyrirlestrar ráðstefnunnar verða þrír og verða þeir haldnir í Háskólabíó en dagskráin stendur yfir alla vikuna.

Opnunarhátíð fer fram í Háskólabíó klukkan 16.00 mánudaginn 20. júní. Þar taka til máls Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Elaine Aston, forseti IFTR auk þess sem dr. Magnús Þór Þorbergsson flytur fyrsta aðalfyrirlestur ráðstefnunnar. Að loknum umræðum verður móttaka fyrir ráðstefnugesti í anddyri Háskólabíós.

Meðal ráðstefnugesta eru margir þekktir fræðimenn á sviði leikhúsrannsókna.

Smellið hér til að kynna ykkur dagskrá ráðstefnunnar

Dagana 20.–24. júní verður haldin í Háskóla Íslands árleg ráðstefna alþjóðlegra leikhúsfræðimanna, IFTR ( International Federation for Theatre Research).

Heimsþing leikhúsrannsakenda