Skip to main content

Heimildamyndin Brostin bönd

Heimildamyndin Brostin bönd - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. nóvember 2022 18:00 til 20:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heimildamyndin Brostin bönd eftir Andrei Loshak verður sýnd í Veröld á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands þriðjudaginn 29. nóvember kl. 18.00.

Myndin fjallar um það hvernig stríðið kom ekki aðeins til Úkraínu heldur hélt innreið sína í rússneskar fjölskyldur. Rætt er við fólk sem upplifað hefur upplausn fjölskyldu- og vinasambanda vegna ólíkra viðhorfa til innrásar Rússa í Úkraínu.Eftir kvikmyndasýninguna fara fram umræður með spurningum frá áhorfendum. Þátttakendur í pallboði verða: Natasha S., ljóðskáld og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi, Yulia Zhatkina, markaðsráðgjafi og sálfræðingur, og kvikmyndagerðarkonan Anastasia Bortuali.Umsjón með dagskránni hafa Jón Ólafsson og Helga Brekkan.

Verið öll velkomin! 

Sjá viðburð á Facebook.

Markmið Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands er að auka þekkingu og skilning á Úkraínu í íslensku samfélagi, m.a. með því að skipuleggja viðburði fyrir almenning. Sérstök áhersla verður lögð á menningarlíf, sögu, fjölmiðla og stjórnmál. Stuðlað verður að því að byggja upp tengsl við þann stóra hóp fólks sem komið hefur hingað frá Úkraínu og við aðila, hérlendis sem erlendis, sem hafa góða þekkingu á málefnum Úkraínu. Verkefnið heyrir undir rannsóknarsetrið EDDU við Háskóla Íslands og mun starfa með Vigdísarstofnun og Alþjóðamálastofnun.

Staðið verður fyrir viðburðum á borð við kvikmyndasýningar og fyrirlestra. Í tengslum við viðburðina verður haldið úti hlaðvarpi og verða þættirnir birtir á heimasíðu verkefnisins (sem er væntanleg). Þar verður einnig að finna upplýsingar um sögu Úkraínu, bókmenntir og kvikmyndir sem og um fjölmiðla. Meðal þess efnis sem fjallað verður um á viðburðum Úkraínuverkefnisins má nefna fjölmiðla og áróður, misnotkun sögunnar, konur í stríði og bókmenntir svo að dæmi séu tekin. Til stendur að sýna kvikmyndir frá og um Úkraínu og bjóða úkraínskum rithöfundum, kvikmyndaleikstjórum og fræðafólki að taka þátt í verkefninu.

Heimildamyndin Brostin bönd eftir Andrei Loshak verður sýnd í Veröld á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands þriðjudaginn 29. nóvember kl. 18.00.

Heimildamyndin Brostin bönd