Skip to main content

„… heilög og háleit skylda hvers Íslendings að gleyma ekki eigin tungu sinni“

„… heilög og háleit skylda hvers Íslendings að gleyma ekki eigin tungu sinni“ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. október 2018 16:15 til 17:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Milwaukee í Wisconsin var helsta miðstöð fyrstu íslensku vesturfaranna. Þeir efndu til hátíðar til að minnast 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar 2. ágúst 1874. Þar sagði séra Jón Bjarnason, sem þá þegar hafði tekið forystu meðal vesturfaranna, að „það væri heilög og háleit skylda hvers Íslendings að gleyma ekki eigin tungu sinni“ þótt óumflýjanlega þyrftu innflytjendurnir að geta bjargað sér á ensku. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær hugmyndir sem fyrstu vesturfararnir höfðu um varðveislu íslensku í Vesturheimi og hvernig þær höfðu þróast árið 1919, þegar Þjóðræknisfélag Íslendinga var stofnað.

 

Úlfar Bragason

„… heilög og háleit skylda hvers Íslendings að gleyma ekki eigin tungu sinni“