Skip to main content

Hefur einhver einhvern tímann snert krónu? Um tvenns konar túlkanir á eðli peninga og afleiðingarnar fyrir hagfræði og hagkerfið

Hefur einhver einhvern tímann snert krónu? Um tvenns konar túlkanir á eðli peninga og afleiðingarnar fyrir hagfræði og hagkerfið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. apríl 2018 11:00 til 12:00
Hvar 

Háskólatorg

HT-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hagfræðistofnun býður til málstofu:

Hefur einhver einhvern tímann snert krónu?

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, ræðir um tvenns konar túlkanir á eðli peninga og afleiðingarnar fyrir hagfræði og hagkerfið.

Stiklað verður á stóru um eðli peninga og hvernig skilningur okkar á hvað þeir eru og hvernig þeir virka hefur breyst. Farið verður yfir hina óhefðbundnu sýn á eðli peninga með einföldum samanburði við önnur hversdagsleg atriði. Sýn okkar og skilningur á eðli peninga eru mikilvægir þættir sem hafa ekki aðeins áhrif á hvaða hagfræðikenningar geta talist raunhæfari en aðrar heldur einnig hvernig við högum almennri hagstjórn, t.a.m. á sviði peningamála sem og ríkisfjármála.

Ólafur Margeirsson doktor í hagfræði

Hefur einhver einhvern tímann snert krónu? Um tvenns konar túlkanir á eðli peninga og afleiðingarnar fyrir hagfræði og hagkerfið