Skip to main content

Háskóladagurinn 2018

Háskóladagurinn 2018 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. mars 2018 12:00 til 16:00
Hvar 

Háskólatorg, Veröld, Askja og Háskólabíó

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskóli Íslands býður landsmönnum öllum í heimsókn á Háskóladaginn laugardaginn 3. mars 2018 milli klukkan 12 og 16 þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna nýsköpun og vísindi í litríku og lifandi ljósi. Ekki missa af því einstaka tækifæri þegar Háskólinn opnar dyr sínar upp á gátt. Kjörið tækifæri til að koma og fræðast, upplifa og skemmta sér.

Allir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands en yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi eru í boði við skólann. Þá fer einnig fram kynning á margþættri og spennandi starfsemi og þjónustu. Gestir geta skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni.

Á staðnum verða vísindamenn, kennarar og nemendur úr öllum deildum háskólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst.

Allar námsleiðir kynntar á háskólasvæðinu

Hér má sjá hvar allar námsleiðir eru kynntar á Háskóladaginn

Námskynningar á vegum einstakra fræðasviða Háskóla Íslands verða á eftirtöldum stöðum:

Fjör og fræði í einum fremsta háskóla heims

Dagskráin er ætíð mjög fjölskrúðug og á meðal þess sem boðið er upp á er bragðlaukaþjálfun, mælingar á gripstyrk, örnámskeið í rússnesku og þýsku, útreikninga á próteinþörf, stökkmælingar, kínverskan dreka, þjálfun í endurlífgun, blóðsykursmælingar, Ju Jitsu - elstu bardagalist Japans, lifandi vísindamiðlun og margt fleira.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði í opnu húsi Háskóla Íslands.

Veröld

  • Ljóðagjörningur frá kl. 12 - 16
  • 12:20     Örnámskeið í rússnesku
  • 12:40     Ljóðalestur á ensku
  • 13:00     Háskólakórinn 
  • 13:10     Örnámskeið í þýsku (30 mínútur)
  • 14:00     1001 nótt á arabísku
  • 14:20     Kínverskur dreki
  • 14:40     Ljóðalestur á ensku
  • 15:00     Ju Jitsu – elsta bardagalist Japans
  • 15:30     Karabískir dansar

Kynning frá kl. 12 - 16 á öllu námi Hugvísindasviðs.

Háskólatorg

  • Bragðlaukaþjálfun frá kl. 12-16
  • Gripstyrksmælingar frá kl. 12-16
  • Útreikningar á próteinþörf frá kl. 12-16
  • Stökkmælingar frá kl. 13-14
  • Skutlukeppni frá kl. 12-16
  • Blóðsykurmælingar frá kl. 12-16
  • Handhreinsun frá kl. 12-16
  • Þjálfun í heimlich, hjartahnoði og endurlífgun frá kl. 12-16

Kynning frá kl. 12 - 16 á öllu námi Félagsvísindasviðs, Menntavísindasviðs og Heilbrigðisvísindasviðs. 

Askja

  • Jarðskjálftaborðið sem bæði hristir turna sem nemendur hafa smíðað og íbúð þar sem hægt er að raða upp húsgögnum verður á staðnum. Á Jarðskjálftaborðinu verða raunverulegir jarðskjálftar á borð við Suðurlandsskjálftann og skjálftann í Nepal 2015 endurteknir frá kl. 12-16
  • Hvalahljóð úr undirdjúpunum frá kl. 12-16
  • Umhverfis heiminn á höndunum frá kl. 12-16
  • LAKI - Rafknúinn kappakstursbíll Team Spark frá kl. 12-16
  • Er skjálfti í þér - Hvað segja mælingar?  Jarðskjálftamælir á staðnum frá kl. 12-16

​Sævar Helgi leiðir gesti um himinhvolfið í Stjörnuverinu

  • 12:20: Stjörnuverið
  • 12:40: Stjörnuverið
  • 13:00: Stjörnuverið (enska)
  • 13:30: Stjörnuverið
  • 14:20: Stjörnuverið
  • 14:40: Stjörnuverið (enska)
  • 15:00: Stjörnuverið
  • 15:20: Stjörnuverið

Kynning frá kl. 12 - 16 á öllu námi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Háskólabíó

  • 12:40: Vísindabíó
  • 13:30: Spunaverk á skólahljóðfæri
  • 13:50: Háskóladansinn
  • 14:00: Sprengjugengið
  • 14:40: Vísindabíó

Vísindasmiðjan opin frá kl. 12 -16

Stúdentakjallarinn opinn frá 11 - 01

Brot af því besta

Í hinni nýju og glæsilegu byggingu, Veröld - húsi Vigdísar, verður pakkfull dagskrá allan daginn þar sem meðal annars verður hægt að taka þátt í ljóðagjörningi, fara á örnámskeið í rússnesku og þýsku og hlýða á ljóðalestur á ensku. Þar má sjá kínverska drekann ógurlega og Ju Jitsu - elstu japönsku bardagalistina. Þá verður og 1001 nótt flutt á arabísku, háskólakórinn með söng og stiginn spænskur dans undir ljúfum tónum. 

Í Öskju ræðir Sævar Helgi við gesti og gangandi um undraveröld alheimsins. Í Öskju verður einni jarðskjálftaborðið magnaða sem mun bæði hrista turna sem nemendur hafa smíðað og íbúð sem hægt er að raða upp húsgögnum í og svo er bara að sjá hvaða áhrif skjálftinn hefur á turna, íbúð og innanstokksmuni.  Á Jarðskjálftaborðinu er hægt að endurtaka raunverulega jarðskjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann 17.júní árið 2000 eða jarðskjálftann í Nepal árið 2015, ásamt fleiri skjálftum. 

Stjörnuverið sívinsæla verður opið í Öskju og með reglulegar sýningar allan daginn fyrir þá sem vilja skríða inn í tjaldið ótrúlega. 

Sprengjugengi Háskóla Íslands með sprengjuKötu í fararbroddi verður með kraftmikla og litríka sýningu í sal 1 í Háskólabíói kl. 14.  Háskóladansinn sýnir enn fremur listir sínar og boðið verður upp á Vísindabíó.  Auk þess er Vísindasmiðjan sívinsæla opin frá 12-16 í Háskólabíói. Þar getur öll fjölskyldan kynnt sér undur vísindanna með lifandi hætti enda er þar fléttað saman leik og ljóma vísindanna.

Á Háskólatorgi verður ýmislegt í boði s.s bragðlaukaþjálfun, gripstyrksmælingar, úttreikningar á próteinþörf einstaklinga, stökkmælingar, blóðsykurmælingar, handhreinsun og þjálfun í heimlich, hjartahnoði og endurlífgun og margt fleira.  

Þá eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri með námskynningu á 1. hæð Háskólatorgs. Endurmenntun Háskóla Íslands, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands verða einnig þar ásamt Keili sem kynnir sína landsþekktu háskólabrú. Tæknifræðinám Keilis verður hins vegar kynnt í Öskju.

Á 2. hæð á Háskólatorgi eru einnig fulltrúar frá Náms- og starfsráðgjöf, Skrifstofu alþjóðasamskipta og Nemendaskrá. Á staðnum verða fulltrúar frá jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, ráði um málefni fatlaðs fólks, Q – félagi hinsegin stúdenta, Femínistafélagi HÍ og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs. Þá veita fulltrúar Félagsstofnunar stúdenta upplýsingar um Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og aðra þjónustu fyrir stúdenta.

Háskólinn í Reykjavík er með námskynningar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð og Listaháskóli Íslands kynnir allar sínar námsleiðir í sínum húsakynnum á Laugarnesvegi.

Boðið er upp á ókeypis strætóferðir á milli skóla.

Háskóladagurinn 2018 Fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands kynnt á Háskólatorgi, í Veröld og Öskju. Félagsvísindasvið: Háskólatorg, 2. hæð Menntavísindasvið: Háskólatorg, 2. hæð Heilbrigðisvísindasvið: Háskólatorg, 2. hæð Hugvísindasvið: Veröld                                        Verkfræði- og náttúruvísindasvið: Askja Sprengjugengi Háskóla Íslands, Háskóladansinn og Vísindabíó í Háskólabíó og þar verður hin sívinsæla Vísindasmiðja einnig opin frá kl. 12 - 16.

Háskóladagurinn 2018