Hagstjórn í hundrað ár | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagstjórn í hundrað ár

Hvenær 
21. nóvember 2019 16:00 til 18:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hagfræðistofnun og Seðlabankinn bjóða til málþings í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu Jónasar Haralz.

Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra flytur erindið: Jónas Haralz – Brautryðjandi nútíma hagstjórnar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flytur erindið: Hundrað ára hagstjórn - hvað höfum við lært og hvernig munum við standa okkur betur?

Eftir fundinn eru léttar veitingar.

Jónas Haralz var efnahagsráðgjafi ríkisstjórna á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, bankastjóri  Landsbankans og starfaði auk þess hjá Alþjóðabankanum. Hann setti ekki síst svip á Viðreisnina 1960. Eftir að Jónas sneri heim til Íslands frá Washington árið 1997, þá 77 ára, var hann með skrifstofu hjá Hagfræðistofnun og nýtti hana meðan hann hélt heilsu, eða allt til ársins 2009. Fáir hagfræðingar hafa notið jafnvíðtæks trausts hér á landi og hann gerði.

Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastóri (mynd frá Seðlabanka Íslands).

Hagstjórn í hundrað ár