Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands - hagnýtum hugvitið | Háskóli Íslands Skip to main content

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands - hagnýtum hugvitið

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands - hagnýtum hugvitið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. mars 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent miðvikudaginn 27. mars við hátíðlega athöfn kl. 12 í Hátíðasal skólans. Við sama tilefni verður smiðshöggið rekið á fundaröð Háskóla Íslands, „Nýsköpun – Hagnýtum hugvitið“, með erindi um notkun gervigreindar í svefnlæknisfræði, samstarfsverkefni háskólanema og fyrirtækisins Nox Medical sem hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á dögunum.

Aldrei hafa fleiri verkefni borist í samkeppnina um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands en hún var opin bæði nemendum og starfsmönum skólans og tengdra stofnana. Markmiðið með keppninni er að stuðla að nýsköpun og hagnýtingu verkefna innan skólans og verðlauna þær tillögur sem skara fram úr. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1998.

Hagnýtingarverðlaunin eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands, fyrirtækisins Árnason|Faktor, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem er nýr bakhjarl og stuðningsaðili samkeppninnar.

Hugvitið hagnýtt í þágu betri svefns

Háskóli Íslands hefur staðið fyrir fundaröðinni „Nýsköpun – Hagnýtum hugvitið“ í vetur og verður hér rekið smiðshöggið á þá röð með erindi sem ber heitið „Beiting gervigreindar í svefnlæknisfræði“. Erindið flytja þau Jón Skírnir Ágústsson, rannsóknarstjóri Nox Medical, Heiðar Már Þráinsson, nemandi við Háskóla Íslands, og Hanna Ragnarsdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík, en tvö þau síðastnefndu eru starfsnemar hjá Nox Medical og hlutu ásamt þeim Róberti Inga Huldarsyni og Eysteini Gunnlaugssyni Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á dögunum fyrir verkefni sem unnið var í samstarfi við Nox Medical.

Hagnýtingarverðlaunin og fundaröðin undirstrika mikilvægi nýsköpunar sem er undirstaða framfara og treystir samkeppnisstöðu Íslendinga til langframa. Í röðinni hefur verið fjallað um ferðalag hugmynda yfir í fullmótuð fyrirtæki eða afurðir og hvernig íslenskt samfélag og stjórnvöld geta betur stutt við nýsköpunarstarf. Auk þess hefur sjónum verið beint að tengslum fjárfesta, frumkvöðla, atvinnulífs og háskóla en í þessu síðasta erindi í röðinni verður vikið að hlutverki atvinnulífs í þverfaglegu vísindastarfi.

Boðið verður upp á léttar vetingar að viðburði loknum.

Háskóli Íslands hefur staðið fyrir fundaröðinni „Nýsköpun – Hagnýtum hugvitið“ í vetur og verður hér rekið smiðshöggið í þeirri röð með erindi um Beitingu gervigreindar í svefnlæknisfræði. Erindið verður flutt af þeim Jóni Skírni Ágústssyni, rannsóknarstjóra Nox Medical og þeim Hönnu Ragnarsdóttur og Heiðari Má Þráinssyni sem bæði eru handhafar Nýsköpunarverðlauna foreseta Íslands og starfsnemar hjá Nox Medical.

Hagnýtingaverðlaun Háskóla Íslands - hagnýtum hugvitið