Skip to main content

Hafðu áhrif - Fögnum framúrskarandi kennurum!

Hafðu áhrif - Fögnum framúrskarandi kennurum! - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. júní 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallar eftir tilnefningum frá almenningi um framúrskarandi kennara. Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar geta haft á einstaklinga og samfélagið.

Niðurstöður átaksins verða kynntar við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 6. júní kl. 12:00-13:00.

Við hvetjum landsmenn til að taka þátt í þessu átaki, tilgreina eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra. 

Vertu með og tilnefndu þinn eftirlætis kennara! Hægt er að senda inn tilnefningar og fræðast nánar um átakið á hafduahrif.is  

Hafðu áhrif á Facebook

Dagskrá

Setning: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Góðir kennarar grunnur framtíðar

Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og prófessor í menntunarfræði ungra barna

Skapandi íslensk skólabörn

Svanborg Rannveig Jónsdóttir, dósent í listum og skapandi starfi

Vímuefnaneysla unglinga

Ársæll Már Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði

Bragðlaukaþjálfun leið til að örva öll skynfæri

Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði

„Draumasmiðir“

Andri Rafn Ottesen, fulltrúi kennaranema

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir viðurkenningar til framúrskarandi kennara

Fundarstjóri: Hjörvar Gunnarsson, kennaranemi við Háskóla Íslands og stofnandi „Komdu að kenna“

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomir á meðan húsrúm leyfir.

 

Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallar eftir tilnefningum frá almenningi um góða kennara. Niðurstöður átaksins verða kynntar við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 6. júní kl. 12:00-13:00.

Hafðu áhrif - Hver er uppáhalds kennarinn þinn?