Skip to main content

Hægri öfgaflokkar í dag

Hægri öfgaflokkar í dag  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. ágúst 2021 12:00 til 13:00
Hvar 

Askja

Stofa N-132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Cas Mudde, prófessor við Háskólann í Georgíu og höfundur bókarinnar „The Far Right Today“ mun halda erindi um efni bókarinnar á hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála mánudaginn 9. ágúst. Fundurinn verður haldinn í stofu N-132 í Öskju, kl.12:00-13:00.

Í erindinu mun hann fjalla um fjórðu bylgju uppgangs hægri öfgaflokka í lýðræðisríkjum heims, hugmyndafræði hægri öfgaflokka og viðbrögð við þeim. Cas Mudde hefur skrifað fjölda greina og bóka um popúlisma og hann er jafnframt dálkahöfundur fyrir „the Guardian US“ og heldur út podcast þættinum RADIKAAL þar sem fjallað er um róttækni í tónlist, stjórnmálum og íþróttum.

Fundurinn er opinn öllum, aðgangur er ókeypis og mun fara fram á ensku.

Vegna fjöldatakmarkana og sóttvarna getum við eingöngu tekið á móti 40 gestum. Til að tryggja sér sæti er hægt að senda póst á tpj@hi.is.

Cas Muddle, höfundur bókarinnar The Far Right Today

Hægri öfgaflokkar í dag