Skip to main content

Hádegisfundur Viðskiptafræðideildar

Hádegisfundur Viðskiptafræðideildar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. september 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Ingjaldsstofa HT-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 18. september verður Sveinn Þórarinsson gestur á opnum fyrirlestri í boði Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, en hann stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans.

Mikið hefur borið á umræðu um íslensku flugfélögin upp á síðkastið, jafnt í fjölmiðlum sem og á kaffistofum víða um borg og bæi. Mikilvægi góðra flugsamgangna fyrir ferðaþjónustuna er óumdeilt en síðustu ár hafa flugfélögin tvö, Icelandair og Wow haft mikinn meðvind og vaxið hratt. Undanfarið ár eða svo hefur vindáttin breyst og virðist talsvert óhagstæðari en áður. Í erindinu mun Sveinn fara yfir stöðu og hlutverk flugfélaganna í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi síðustu ár ásamt því að rýna í rekstur þeirra og framtíðarhorfur.

Í erindinu mun Sveinn fara yfir stöðu og hlutverk flugfélaganna í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi síðustu ár ásamt því að rýna í rekstur þeirra og framtíðarhorfur.

Sveinn er viðskiptafræðingur með áherslu á fjármálafræði og hefur rúmlega 15 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann vann 5 ár við ráðgjöf í eignaleigu fyrir fyrirtæki og síðustu 10 ár í fyrirtækjaráðgjöf og hlutabréfagreiningum. Í dag stýrir Sveinn hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans. Sveinn hefur lokið BS frá í fjármálum frá Háskóla Íslands stundað mastersnám í nýsköpun- og frumkvöðlafræðum í Svíþjóð.

Viðburðurinn er á facebook

Allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.

Sveinn Þórarinsson

Hádegisfundur Viðskiptafræðideildar