Skip to main content

Grannfræðileg andseglandi spunatækni

Grannfræðileg andseglandi spunatækni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. júní 2021 13:00 til 14:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Öll velkomin

Dr. Mathias Kläui, prófessor í eðlisfræði við Johannes Gutenberg Háskólann í Mainz og aðjúnkt við Norska vísinda- og tækniháskólann (NTNU) flytur fyrirlesturinn Grannfræðileg andseglandi spunatækni (Topological Antiferromagnetic Spintronics)

Dr. Kläui lauk doktorsgráðu frá Cambridge Háskóla og starfaði í framhaldi af því við IBM Research Labs rannsóknarstofuna í Zürich. Eftir það starfaði hann sem rannsóknarleiðtogi við Háskólann í Konstanz og svo sem dósent með sameiginlega stöðu við EPFL og PSI í Sviss áður en hann hóf störf við Mainz. 

Rannsóknir hans snúa að seguleiginleikum og spunahreyfifræði í nanókerfum og nýjum efnum. Hann hefur starfað bæði að grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum og er í öflugu samstarfi við stóra framleiðsluaðila innan hátækniiðnaðar. Hann hefur birt yfir 300 vísindagreinar og haldið meira en 200 boðsfyrirlestra um rannsóknarefni sín. Hann er Senior member við IEEE, Fellow í IOP og APS og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja. 

Hann er einn fyrirlesara í IEEE Magnetics Society Distinguished Lecturers fyrir árin 2020 og 2021. 

Frekari upplýsingar má nálgast á www.klaeui-lab.de

Sjá ágrip á ensku

Dr. Mathias Kläui, prófessor í eðlisfræði við Johannes Gutenberg Háskólann í Mainz flytur fyrirlesturinn Grannfræðileg andseglandi spunatækni (Topological Antiferromagnetic Spintronics)

Grannfræðileg andseglandi spunatækni