Skip to main content

GPMLS Fyrirlestur - "Innsýn inn í ritstjórnarferli hjá Cell tímaritinu" -Dr. Scott Behie

GPMLS Fyrirlestur - "Innsýn inn í ritstjórnarferli hjá Cell tímaritinu" -Dr. Scott Behie - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. desember 2022 14:30 til 15:30
Hvar 

Læknagarður

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Scott Behie, ritstjóri hjá Cell, mun halda fyrirlestur sem ber titilinn "Insight into the Cell Editorial Process" og fjalla um ristjórnarferlið hjá tímaritinu Cell, en tímaritið er eitt það virtasta í heimi lífvísinda með áhrifaþátt (e. impact factor) upp á 66.85 fyrir árið 2021.

Scott lauk doktorsprófi frá Brock Háskóla þar sem hann lagði stund á örveruvistfræði, næringarefnaflutning í samskiptum plantna og örvera ásamt örveruefnafræði. Hann vann síðar að nýdoktorverkefni við UC Berkeley þar sem hann beitti víðtækum bakgrunni sínum í örverufræði til að rannsaka samsetningu og efnafræði náttúrulegra örverumengja (e. microbiome) til uppgötvunar á lífvirkum smásameindum. Scott hefur gaman af þverfaglegum rannsóknum og nýtur þess að sameina mismunandi svið við rannsóknir eins og vistfræði, sameindalíffræði, örverufræði og líftækni. Hann hefur brennandi áhuga á vísindamiðlun og vinnur beint með höfundum rannsókna í ritstjórnarferlinu.

Upplýsingar frá vefsíðu Cell (https://www.cell.com/cell/editors-and-staff).

Dr. Scott Behie

GPMLS Fyrirlestur - "Innsýn inn í ritstjórnarferli hjá Cell tímaritinu" -Dr. Scott Behie