Skip to main content

LGBT fólksflutningar milli fortíðar, nútíðar og framtíðar.

 LGBT fólksflutningar milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. október 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Geta draugar flutt búferlaflutningum? LGBT fólksflutningar milli fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Opinn fyrirlestur í samvinnu við Mobilities and Transnational Iceland og MARK Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna.

Fyrirlesari verður  Dr. Adi Kuntsman, dósent í stafrænni pólitík við Manchester Metropolitan University í Bretlandi.

Í erindinu verður fjallað um hugmyndafræðilegar, aðferðafræðilegar og pólitískar valkreppur sem fylgja því að rannsaka LGBT fólksflutninga, þegar gefinn er gaumur að erfiðum áföllum og ósegjanlegri fortíð sem ásækir hugmyndir samtímans um kynhneigð og kyn. Erindið fjallar um þögnina sem einkennt hefur bæði sameiginlegar minningar og sagnfræðilega umfjöllun um sambönd fólks af sama kyni í Gúlagi Sovétríkjanna. Sýnt verður fram á hvernig minningar um Gúlagið hafa haft mótandi áhrif á núverandi mynd hómófóbíu, eins og LGBT fólk upplifir hana eftir fall Sovétríkjanna. Hugmyndir Avery Gordons um reimleika sem aðferð til að fjalla um „týnda þegna sögunnar“ verða ræddar, sem og hvernig skoðun á veigrunarorðum geti opnað glugga inn í þessa erfiðu fortíð. Þetta ryður svo hugsanlega brautina fyrir hinsegin farandpólitík sem fjallar um það að tilheyra.

Opinn fyrirlestur í samvinnu við Mobilities and Transnational Iceland og MARK Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna. Fyrirlesari verður  Dr. Adi Kuntsman, dósent í stafrænni pólitík við Manchester Metropolitan University í Bretlandi.

Geta draugar flutt búferlaflutningum?