Skip to main content

Gestafyrirlestur: Fólk í keðjunni, net-efnisleg kerfi

Gestafyrirlestur: Fólk í keðjunni, net-efnisleg kerfi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. maí 2018 16:00 til 17:00
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku
Allir velkomnir

Dr. Jorge Sá Silva er lektor í fjarskiptafræðum við Háskólann í Coimbra,Portúgal. Hann flytur fyrirlestur undir heitinu Human in the Loop Cyber Physical Systems ( Fólk í keðjunni, net-efnisleg kerfi).

Dr.Silva hefur í rannsóknum sínum beint athyglinni að interneti hlutanna (IoT). Búast má við afar athyglisverðum fyrirlestri um þetta efni sem nú er í hröðum vexti. 

Ágrip

Skynjarar og ígreypt tól eru nýtt víðs vegar um heiminn og notuð á margvíslegan hátt eins og til að fylgjast með umhverfinu, í iðnaðarferlum og heimanetum. Internet hlutanna eða vefur hlutanna eru tvö góð dæmi um það hvert net nútímans og hugsanlega framtíðar stefna.

Sumir halda því fram að árið 2030 muni tækni verða beitt sem ekki er þekkt í nútímanum. Upplýsingar sem nú verða til á einu ári eru meiri að vöxtum en upplýsingar sem urðu til á undanförnum 5000 árum. Hvað tekur við? Eru rannsóknir okkar á réttu róli?

Í þessum fyrirlestri verða framtíðarkröfur internets hlutanna greindar, sérstaklega hreyfanleiki, öryggi og leynd. Einnig hvernig mannskepnan samþættist í internet hlutanna. Snjallir hlutir eru tengdir saman án íhlutunar fólks en samt er tæknin gerð fyrir fólk af fólki. Mannskepnan er oft ekki tekin með í reikninginn þó að hún sé í raun notandi tækninnar. Áhersla á hönnun kerfa sem taka tillit til fólks fer vaxandi og að endingu munu flest kerfi huga fyrst og fremst að þörfum fólks. Fólk er oft talið ófyrirsjáanlegt sem þýðir að það er risavaxið verkefni að taka tillit til athafna og þarfa þess, enda þarf þá að gera líkön af flókinni hegðun og taka sálarlegar og líkamlegar þarfir mannskepnunnar með í reikninginn.

Dr. Jorge Sá Silva

Gestafyrirlestur: Fólk í keðjunni, net-efnisleg kerfi