Skip to main content

Gestafyrirlestur: Dr. Marina A. Petrukhina

Gestafyrirlestur: Dr. Marina A. Petrukhina - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. maí 2018 12:30 til 13:10
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Allir velkomnir

Dr. Marina A. Petrukhina, prófessor við Efnafræðideild ríkisháskólans í Albany, New York, Bandaríkjunum flytur fyrirlestur undir heitinu Charging Carbon Bowls and Belts with Multiple Electrons: Self-Assembly and Metal Intercalation Trends.

Ágrip

Skállaga pólýarómatísk kolvetni eru einstakir og áhugaverðir kolefnisríkir pólýarenar þar sem kúpt og íhvolfd yfirborð hafa mismunandi efna- og eðlisfræðilega eiginleika. Þessir bognu pólýarenar hafa sambærnleg yfirborð og fullerene-ar en skortir fulla lokun þeirra og eru því oft nefndir kolefnis p-skál eða fullerene brot. Kerfisbundin rannsókn á byggingu þeirra, eiginleikum og virkni er nýtt rannsóknarsvið sem hefur vaxið hratt yfir árin. Kolefnis skálar eru framúrskarandi sem einskonar lón fyrir fjöl-rafeind upptöku. Hópnum okkar hefur tekist með markvissum hætti að stjórna niðurbroti þeirra, og einangra fast myndefni á árangursríkann máta. [1-3]. Við sýndu myndun áhugaverðra  þversameinda (supramolecular) kerfa með háum styrk litíums á milli neikvætt hlaðinna p-laganna [1,2] og samvirkni binary alkalímálmkerfa í afoxunarferlum [3-5], þar með sýndum þar með fram á nýja tegund innliðunar alkali málma í þrívíðar kolefnis hýsisameindir. 

Dr. Marina A. Petrukhina

Gestafyrirlestur: Dr. Marina A. Petrukhina