Skip to main content

Gervitungl á Háskólatorgi

Gervitungl á Háskólatorgi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. janúar 2018 13:00 til 18. janúar 2018 16:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dagana 15.-18. janúar næstkomandi gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er við að mynda jörðina úr mikilli hæð.

Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki síst með hagnýtingu nánó-tækni, hafa þau minnkað hratt. Gervitunglið á Háskólatorgi, sem ber heitið Planet Labs, er mjög smátt miðað við „hefðbundin“ gervitungl eða aðeins um fjögur kílógrömm að þyngd, 30 sentímetrar á lengd og 10 sentímetrar á breidd. Tunglinu er skotið á sporbaug með hefðbundnum eldflaugum og þeim komið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þaðan sett á sporbaug í 500 kílómetra hæð yfir jörðu. Það flýgur síðan milli póla eða í norður-suður stefnu yfir jörðinni sem snýst frá austri til vesturs.

Gervitungl eins og það sem sýnt verður á Háskólatorgi er einungis 90 mínútur að fara umhverfis jörðina en í dag er 291 sambærilegt tungl á braut um jörð og af þeim taka 189 daglega fjarkönnunarmyndir á ferðalagi sínu.

Það er íslenska fyrirtækið ÍAV sem hefur milligöngu um flutning á tunglinu til landsins en ÍAV þjónustar jarðstöð bandaríska fyrirtækisins Planet Labs sem rekur þessi tungl (www.planet.com). Jarðstöðin er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Á einum sólarhring senda gervitunglin sem Planet Labs rekur fimm til sex terabæt af gögnum og jarðstöðin á Ásbrú tekur við hartnær helmingnum af þeim myndum. Þess má geta að ÍAV sá um byggingu á Háskólatorgi þar sem gervitunglið verður sýnt.

Allir eru velkomnir á Háskólatorg að skoða gervitunglið dagana 15. til 18. janúar.

Dagana 15.-18. janúar næstkomandi gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi.

Gervitungl á Háskólatorgi