Fyrstu kynni. Grænlendingar á Ísafirði árið 1925. | Háskóli Íslands Skip to main content

Fyrstu kynni. Grænlendingar á Ísafirði árið 1925.

Hvenær 
17. janúar 2019 16:00 til 30. júní 2019 17:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Árið 1925 komu sjaldséðir gestir til Ísafjarðar, tæplega 90 Grænlendingar. Á sýningunni er fjallað um hvernig þessi heimsókn átti rætur að rekja til deilna Dana og Norðmanna um yfirráð á hluta Austur-Grænlands, hvernig tekið var á móti gestunum á Ísafirði, athyglina sem hún vakti og hvaða þýðingu hún hafði fyrir samskipti þjóðanna.

Sýningin er í sýningarsal Veraldar – húss Vigdísar, 17. janúar til 30. júní 2019, og á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Opnun sýningarinnar verður í Veröld – húsi Vigdísar, fimmtudaginn 17. janúar kl. 16:00. Léttar veitingar. Allir velkomnir.

Facebook viðburður hér

Aðstandendur sýningarinnar: Stofnun Vígdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Safnahúsið á Ísafirði

Sýningarhöfundur: Sumarliði R. Ísleifsson

Sýningarhönnun í Veröld – húsi Vigdísar: Björn G. Björnsson

Sýningarhönnun í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni: Ólafur Engilbertsson

Grafísk hönnun: Helga Dögg Ólafsdóttir

http://vigdis.hi.is/

Fyrstu kynni. Grænlendingar á Ísafirði árið 1925.

Fyrstu kynni. Grænlendingar á Ísafirði árið 1925.