Fyrirlestur Tine Melzer um list og heimspeki í verki | Háskóli Íslands Skip to main content

Fyrirlestur Tine Melzer um list og heimspeki í verki

Hvenær 
2. maí 2018 15:00 til 16:30
Hvar 

Oddi

Stofa 106

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar og Námsbrautar í listfræði miðvikudaginn 2. maí, kl. 15 í Odda 106.

Tine Melzer: „Talking to a stuffed parrot“

Listamaðurinn og fræðimaðurinn Tine Melzer (PhD) mun í erindi sínu fjalla um list og heimspeki í verki. Erindið er byggt á nýlegri bók hennar, Taxidermy for Language-Animals þar sem hún rannsakar tungumálið út frá mismunandi sjónarhornum – heimspeki, bókmenntum og myndlist – og rýnir í venjur og verkfæri tungumálsins. Hún ræðir leiki okkar með tungumálið og hvernig tungumálið leikur með okkur. Eins og tungumálið sjálft, þá eru málleikir byggðir á skynjun, venju og minni og þeir fara fram í samskiptum við aðra.

Tine Melzer er listamaður og fræðimaður sem kannar tungumálið. Hún nam listir og heimspeki í Amsterdam og var í framhaldsnámi við Ríkisakademíuna í myndlist. Hún lauk doktorsprófi við Háskólann í Plymouth árið 2014 með rannsókn á  sambandi heimspeki Ludwig Wittgensteins og Gertrude Stein. Tine Melzer hefur kennt við Gerrit Rietveld Academie Amsterdam og víðar, en hún kennir nú við Listaháskólann í Bern í Sviss. Verk hennar hafa verið sýnd víða um heim. Bók hennar Taxidermy for Language-Animals sem kom út hjá Rollo Press var valin ein af fegurstu bókum í Sviss árið 2016.

Vefsvæði Tine Melzer.