Skip to main content

Fyrirlestur: Óhjákvæmilegar hörmungar? Hungursneyðin mikla á Írlandi

Fyrirlestur: Óhjákvæmilegar hörmungar? Hungursneyðin mikla á Írlandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. maí 2019 16:00 til 17:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Cormac Ó Gráda, fyrrverandi prófessor við University College Dublin, flytur opinn fyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 14. maí kl. 16:00. Fyrirlesturinn nefnist A disaster waiting to happen? Ireland´s great famine, eða Óhjákvæmilegar hörmungar? Hungursneyðin mikla á Írlandi. 

Hungursneyðin á Írlandi 1846–1850 er ein af mestu hörmungum í sögu Evrópu á 19. öld. Í fyrirlestrinum ræðir hinn þekkti írski sagnfræðingur, Cormac Ó Grada, um tengslin milli fólksfjölgunar og efnahagsaðstæðna á Írlandi fyrir hungursneyðina, en það viðfangsefni hefur lengi átt huga hagfræðinga og sagnfræðinga, og kallað á nákvæmar rannsóknir á manntalinu 1841. Ó Grada færir rök fyrir því að þótt fólkfjölgun skýri að nokkru leyti víðtæka fátækt fyrir 1846 þá hafi landfræðilegar aðstæður og mannlegar athafnir einnig skipt miklu máli.

Í seinni hluta fyrirlestursins er fjallað um sjálfa hungursneyðina og þá valkosti sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir varðandi aðstoð við fátæka. Athyglinni verður sérstaklega beint að þýðingu fólksflutninga úr landi.

Fyrirlestur Cormac Ó Grada er haldinn á vegum rannsóknaverkefnisins Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins: Fjölskylda og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun 18. aldar, sem stýrt er af Guðmundi Jónssyni prófessor í sagnfræði.

Rannsóknir Cormac Ó Gráda spanna fjölbreyttt svið hagsögu, m.a. iðnbyltinguna á Englandi, hungursneyðina á Írlandi, fólksflutninga Íra og siglingar. Hann hlaut The Royal Irish Academy’s Gold Medal for the Humanities árið 2010 og var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Trinity College Dublin árið 2019. Ó Grada er afkastamikill fræðimaður,  höfundur nærri tvö hundruð fræðigreina. Meðal bóka hans eru A New Economic History (Oxford, 1994); Black ’47 and Beyond: The Great Irish Famine in History, Economy and Memory (Princeton, 1999); Jewish Ireland in the Age of Joyce (Princeton, 2006); Famine: A Short History (Princeton, 2009); Eating People is Wrong and Other Essays on the History and Future of Famine (Princeton, 2014); and (co-edited with Guido Alfani) Famines in Europe (Cambridge, 2017). 

Cormac Ó Gráda.

Fyrirlestur: Óhjákvæmilegar hörmungar? Hungursneyðing mikla á Írlandi