Fyrirlestur: Lúther og íslensk siðbót | Háskóli Íslands Skip to main content

Fyrirlestur: Lúther og íslensk siðbót

Hvenær 
20. nóvember 2017 11:40 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 20. nóvember n.k. heldur dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Lúther og íslensk siðbót.

Af samanburði á endurbyggingu Skálholtskirkju á kaþólskum og siðbreyttum tíma má sjá áhrif þessara breytinga á efnahagslegt bolmagn biskupsstólanna. Það þurfti líka efnahagslegt bolmagn til þess að boða lútherskan kristindóm. Auk þess að ræða þetta verður rætt um þýðingar á ritum Lúthers á íslensku. 

Dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir lauk BA prófi við Háskóla Íslands árið 1969 í þýsku, latínu og sögu. Í kjölfar þess starfaði hún sem þýskukennari við Menntaskólann að Laugarvatni. Hún lauk magistersprófi við Johannes Gutenberg háskólann í Mainz árið 1989 og doktorsprófi við sama háskóla árið 1995. Í dag er hún sjálfstætt starfandi fræðimaður og þýðandi.

Málstofan er öllum opin.

Dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir

Fyrirlestur: Lúther og íslensk siðbót

Netspjall