Skip to main content

Fyrirlestur Jennifer McComas

Fyrirlestur Jennifer McComas - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. júní 2018 17:00 til 18:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Jennifer McComas, prófessor í sérkennslu og námssálfræði við Minnesota-háskólann í Bandarikjunum, heldur fyrirlestur í Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 27. júní kl. 17.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og ber heitið: „Telehealth supported in-home functional behavioral assessments and interventions: Coaching parent-implemented communication intervention for children with communication disorders, neurodevelopmental disabilities, and ASD.“

Rannsóknir McComas eru bæði á sviði atferlisvísinda og þróunar hagnýtra leiða til þess að örva tjáskipti og takast á við alvarlega hegðunarvandamál hjá börnum. Hún stjórnar rannsóknastofu sem veitir fjölskyldum barna sem glíma við vitsmuna- og þroskafrávik og alvarleg hegðunarvandamál ráðgjöf óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra.

Fyrirlesturinn er opinn öllum án aðgangseyris.

Dr. Jennifer McComas, prófessor í sérkennslu og námssálfræði við Minnesota-háskólann í Bandarikjunum, heldur fyrirlestur í Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 27. júní kl. 17.

Fyrirlestur Jennifer McComas